Tjaldsvæði

2

English Version 

Á tjaldsvæðinu er góð hreinlætisaðstaða ásamt góðu aðgengi fyrir fatlaða. Þar er góð snyrtiaðstað a með heitu og köldu vatni og útivask. Þar er aðgangur að rafmagni fyrir húsbíla og hjólhýsi.

Í þjónustumiðstöðinni Hraunborgum er “þvoið sjálf þjónusta”,  þvottavél og þurrkari. Tjaldstæðið er alveg við þjónustumiðstöð Hraunborga.

Á svæðinu er fjölbreytt afþreying í boði, t.d. sundlaug, golfvöllur, mini-golf, körfuboltaaðstaða, leiktæki fyrir börn, leikherbergi, sjónvarp og útsýnisskífa.

Svæðið er mjög vinsælt meðal fjölskyldufólks, starfsmannafélaga og vinahópa. Á hverju ári eru fjölmörg ættarmót haldin í Hraunborgum en þar er sérlega gott útivistarsvæði bæði fyrir börn og fullorðna.

16Þjónustumiðstöðin er með yfirbyggðum sólpalli þar sem hægt er að slappa af og grilla. Hægt er að leigja pallinn fyrir stærri viðburði.
Svæðið er hugsað sem fjölskyldusvæði og ætlast er til að ró komist á um miðnætti.

Aldurstakmark er 25 ára nema sé í fylgd með öðrum fjölskyldum.
Fjölskyldufólk er velkomið þó það hafi ekki náð 25 ára aldri.
Leyfilegt er að hafa hunda á tjaldsvæðinu ef þeir eru í bandi.

Sundlaugin
5Í Hraunborgum er lítil sundlaug sem er upphituð, ásamt tveim ur heitum pottum, vaðlaug og eimbaði. Sundlaugagestir geta notið sumarblíðunnar við góðar aðstæður, hvort sem þeir vilja busla í lauginni eða slaka á í heitu pottunum og eimbaðinu.

 

 

 

 

Golfvöllur
19Skemmtilegur 9 holu par 3 golfvöllur er í nágrenni þjónustumiðstöðvarinnar. Golfvöllurinn hentar vel bæði byrjendum sem og fjölskyldu- og vinahópum. Þá geta kylfingar, sem eru lengra komnir, ekki síður notið góðs af því að spila völlinn og æft sveifluna og stutta spilið.

 

 

Bústaðir

15Fallegir bústaðir í landi Hraunborga í Grímsnes og Grafningshreppi. Einungis 65 km frá Reykjavík. Bústaðirnir taka 6 manns í gistingu en það er svefnloft fyrir 4 manns og svo er svefnsófi á neðrihæð. Á svefnloftinu er eitt lítið herbergi þar sem er tvöfalt rúm svo fyrir framan herbergið eru tvö einstaklingsrúm sem hægt er að setja saman.

Áneðri hæðinni er baðherbergi með sturtu. Velbúið eldhús. Stofa með svefnsófa sjónvarpi.

Góður pallur með útihúsgögnum, grilli og heitum potti.

Yfir sumartíman er þjónustumiðstöð á svæðinu þar sem hægt er að fara í sund,gufu, golf, minigolf og fleira, einnig er hægt að kaupa þar allar helstu nauðsynjar.

Frá Hraunborgum er stutt að fara og skoða ýmsar náttúruperlur Íslands eins og Kerið, Þingvelli, Gullfoss og Geysi svo eitthvað sé nefnt.